Þínar lagnir. Okkar sérþekking.
Hjá Aðallögnum færðu persónulega þjónustu í hverju verkefni. Við tökum að okkur allar gerðir pípulagna, hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða eldri hús, og leggjum áherslu á að finna hagkvæmustu og bestu lausnina fyrir hvern viðskiptavin.
Verkin okkar
-
Nýi Landspítalinn við Hringbraut
ButtonVerkið er liður í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut.
Verkefni Aðallagna innifelur uppsetningu vinnulagna í nýbyggingum, Meðferðarkjarna og bílakjallara, nýja Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík.
Heildarflatarmál Meðferðarkjarna er
um 70.000 m2 á allt að 8 hæðum og BÍKJ um 7.500 m2 á 2 hæðum. Verkefna Aðallagna nær til Kjallara, K1 og K2, stanga (turna) 1, 2, 4 og 5, sem eru 6 hæðir, og stangar 3 sem er 4 hæðir.
-
Uppbygging og fjölgun hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 16.
ButtonAðallagnir sáu um alla lagnavinnu, ásamt sprinklerkerfi Í Urðarhvarfi 16. Þar er gert ráð fyrir fullbyggðu sólarhringshjúkrunarþjónustu með 100 nýjum hjúkrunarrýmum, stoðrýmum, og öðrum rýmum fyrir fullbúið hjúkrunarrými sbr. viðmið HRN um hjúkrunarheimili.
Húsnæðið er á 8 hæðum auk bílakjallara, alls 7.889m2 að stærð.
-
Uppbygging og fjölgun hjúkrunarrýma við Hrafnistu í Hafnarfirði.
ButtonAðallagnir sjá um alla lagnavinnu tengdu uppbyggingarvinnu og fjölgun hjúkrunarrýma við Hrafnistu í Hafnarfirði.
-
Áshamar 52, 54 og 56
ButtonHúsin eru fimm hæðir, í hverju húsi eru 54 íbúðir eða 162 íbúðir.
-
Stækkun Fjarðar
ButtonAðallagnir sáu um allar lagnir tengdu stækkun Fjarðar. Viðbyggingin er í heildina um 8.700 m² sem samanstendur af 4.250 m² íbúðarhúsnæði, 1.100 m² hótelíbúðir, 1.600m² verslunarhúsnæði, 550 m² margmiðlunarsetur, 1200 m² bílakjallara.
Hér var fjölbreytt verkefni þar sem um var að ræða nýbyggingu, tengingu við viðbyggingu,
lagnir fyrir íbúðar húsnæði og atvinnurými. Aðallagnir sáu alfarið um nýlagnir, endurnýjun lagna, tenging milli eldri byggingar og viðbyggingar.
Nýlögn fyrir hótel og
íbúðir og lagnir fyrir verslunarrými og bókasafn. Ásamt því að setja leggja lagnir vegna húsnæðisins þá sá Aðallagnir einnig um uppsetningu vatnsúðakerfis.
-
Selásbraut 98
ButtonFjögurra hæða fjölbýlishús með 25 íbúðum ásamt þjónusturýmum á jarðhæð.
Reynsla, traust og góð þjónusta
sem skilar árangri.
98%
Ánægja viðskiptavina
12+
Áralöng reynsla
500 +
Verkefni að baki
10K+
Ánægðir viðskiptavinir
Þjónustan okkar
Gólfhiti
Við leggjum gólfhita í bæði ný og eldri hús, allt frá litlum baðherbergjum til stóra einbýlishúsa. Með reynslu af þúsundum metra af gólfhitalögnum vitum við hversu mikilvægt er að kerfið sé rétt stillt strax frá upphafi. Rangar stillingar leiða oft til minni nýtni og óþarfa orkukostnaðar. Við tryggjum að gólfhitakerfið virki á fullum afköstum svo þú njótir sem mestrar orkunýtni og þæginda.
Gólfhiti
Ofnalagnir

Á Íslandi eru ofnalagnir hluti af nær öllum heimilum og við tökum að okkur allt sem þeim tengist - frá ofnaskiptum og nýlögnum til stillinga og viðhalds. Rétt stillt ofnakerfi skiptir miklu máli, bæði fyrir nýtni og rekstrarkostnað. Sérstaklega að hausti, þegar hitakerfi fara aftur í gang eftir sumarið og lokar geta verið fastir. Rangar stillingar geta valdið allt að 30% meiri orkunotkun en þörf er á. Í stærri húsum þýðir það tugþúsundir í óþarfa kostnað fyrir húsfélög.
Ofnalagnir
Nýlagnir

Við tökum að okkur allar gerðir pípulagna í bæði nýjum og eldri húsum - hvort sem um ræðir neysluvatn, ofnakerfi eða skólplagnir. Við fylgjumst með nýjungum í faginu og leggjum áherslu á að finna ávallt bestu og hagkvæmustu lausnina fyrir hvert verkefni.
Nýlagnir
Skólplagnir
Skólplagnir

Mörg eldri hús eru komin að eða jafnvel löngu framhjá endurnýjunartíma skólplagna. Ef minnsti grunur vaknar um skemmdir er mikilvægt að láta athuga lagnirnar strax – því skólplagnir geta farið í sundur og valdið leka í húsgrunn árum saman án þess að tekið sé eftir því. Líftími skólplagna fer eftir efninu sem notað var og aðstæðum í hverju hverfi, þannig að nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með ástandinu.
Sprinkler/Vatnsúðakerfi
Skólplagnir

Aðallagnir hafa mikla og góða þekkingu í uppsetningu sprinkler/vatnsúðakerfis og
eftirlits með kerfinu. Aðallagnir hafa sett upp sprinkler kerfi í öllum gerðum af
húsnæði, hóteli, geymslum, skrifstofu- og atvinnurýmum, svo eitthvað sé nefnt.
Klárum verkið í þremur einföldum skrefum.
Lífið er einfaldlega þægilegra þegar allt virkar. Hafðu samband og bókaðu þjónustu í þremur einföldum skrefum!
Við erum ánægð þegar þið eruð það!
Hérna yrði gaman að fá umsagnir.
“Fyrsta flokks þjónusta - mæli með”
Við hjónin fengum hreint út sagt frábæra þjónustu hjá Aðallögnum.
Salernisskál brotnaði hjá okkur og þið brugðust við beiðni okkar um þjónustu og var nýtt salerni „komið á
sinn stað“ og farið að svínvirka „á met tíma“.
— Jenna og Ágúst
“Góð þjónusta og sanngjarnt verð”
Aðallagnir skiptu um klósett hjá okkur - og ég hef bara aldrei orðið vitni að
jafn frábærri þjónustu - allt stóðst sem þið sögðuð - vinnubrögðin hröð og
ef eitthvað vantaði þá var því bara reddað.
við erum himinlifandi og munum svo sannarlega mæla með ykkur.
— Margrét og Guðjón
“Frábær og fagleg þjónusta”
Frábær og fagleg þjónusta. Við vorum alltaf vel upplýst um hvert skref,
hvenær píparinn gæti komið, ef það seinkaði eitthvað. Þegar honum vantaði
efni og annað. Píparinn passaði vel upp á hreinlæti. Flottur frágangur, þau
hjá Aðallögnum eiga hrós skilið.
Þórdís og Hlynur
— Þórdís og Hlynur
“Komu á engum fyrirvara og björguðu okkur!”
Vorum í miðjum flutningum þegar við sáum að þurfti að laga einhverja ofna og lagnir. Þau komu samdægurs og kláruðu verkið hratt og örugglega. Við erum ánægð og munum alltaf koma til með að nota Aðallagnir!
— Elsa Stefáns.












