Þjónusta sem þú getur treyst.
Aðallagnir er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur starfað á sviði pípulagna síðan 2012.
Bæði eigendur og starfsmenn þess hafa áratuga reynslu í pípulögnum og framkvæmdum þeim tengdum. Hjá Aðallögnum starfa að jafnaði um 40 starfsmenn.
Við erum félagar í Félag pípulagningameistara og Samtökum Iðnaðarins.
Með traustu orðspori og gæðaeftirliti leggjum við okkur fram um að skapa langtímasambönd við viðskiptavini.
Við leggjum mikið upp úr því að skapa umhverfi þar sem bæði viðskiptavinir og starfsmenn finna fyrir öryggi, virðingu og jákvæðum anda.
Fagmennska
Vönduð vinnubrögð eru grundvöllur allrar starfsemi Aðallagna.
Fyrirtækið leggur ríka áherslu á menntun og hæfni starfsmanna, sem allir eru löggiltir
pípulagningasveinar eða meistarar.
Heiðarleiki
Við stöndum við gefin loforð, leggjum áherslu á gagnsæi og tryggjum að
hagsmunir allra aðila séu virtir í hverju verkefni.
Gleði
Aðallagnir er fjölskyldufyrirtæki sem leggur áherslu á jákvætt og samheldið
starfsumhverfi. Gleði og góður starfsandi eru verðmæti sem styrkja innra starf og
hafa jákvæð áhrif á samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.






