Creative Director
Verk sem Aðallagnir hafa komið að
Nýi Landspítalinn við Hringbraut
Verkið er liður í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Verkefni Aðallagna
innifelur uppsetningu vinnulagna í nýbyggingum, Meðferðarkjarna og bílakjallara,
nýja Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík.
Heildarflatarmál Meðferðarkjarna er
um 70.000 m2 á allt að 8 hæðum og BÍKJ um 7.500 m2 á 2 hæðum. Verkefna
Aðallagna nær til Kjallara, K1 og K2, stanga (turna) 1, 2, 4 og 5, sem eru 6 hæðir, og
stangar 3 sem er 4 hæðir.
Uppbygging og fjölgun hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 16.
Aðallagnir sáu um alla lagnavinnu, ásamt sprinklerkerfi Í Urðarhvarfi 16. Þar er gert
ráð fyrir fullbyggðu sólarhringshjúkrunarþjónustu með 100 nýjum hjúkrunarrýmum,
stoðrýmum, og öðrum rýmum fyrir fullbúið hjúkrunarrými sbr. viðmið HRN um
hjúkrunarheimili. Húsnæðið er á 8 hæðum auk bílakjallara, alls 7.889m2 að stærð.
Uppbygging og fjölgun hjúkrunarrýma við Hrafnistu í Hafnarfirði.
Aðallagnir sjá um alla lagnavinnu tengdu uppbyggingarvinnu og fjölgun
hjúkrunarrýma við Hrafnistu í Hafnarfirði.
Stækkun Grensásdeild Landspítalans.
Aðallagnir sáu um lagnavinnu innanhús vegna nýrra heimalagna og tengingar á
lögnum við viðbyggingu, verkefnið fól í sér nokkuð flókna framkvæmt sem sneri að,
endurnýjun lagna, breytingar á lögnum innanhús og nýlögn vegna viðbyggingar.
Einnig að tengja lagnir yfir í viðbyggingu.
Stækkun Fjarðar
Aðallagnir sáu um allar lagnir tengdu stækkun Fjarðar. Viðbyggingin er í heildina um
8.700 m² sem samanstendur af 4.250 m² íbúðarhúsnæði, 1.100 m² hótelíbúðir, 1.600
m² verslunarhúsnæði, 550 m² margmiðlunarsetur, 1200 m² bílakjallara. Hér var
fjölbreytt verkefni þar sem um var að ræða nýbyggingu, tengingu við viðbyggingu,
lagnir fyrir íbúðar húsnæði og atvinnurými. Aðallagnir sáu alfarið um nýlagnir,
endurnýjun lagna, tenging milli eldri byggingar og viðbyggingar. Nýlögn fyrir hótel og
íbúðir og lagnir fyrir verslunarrými og bókasafn. Ásamt því að setja leggja lagnir
vegna húsnæðisins þá sá Aðallagnir einnig um uppsetningu vatnsúðakerfis.






